Hugvíkkandi stofnað 14. september 2022

14. september, 2022 | Fréttir

Hugvíkkandi

Hugvíkkandi var stofnað á fjölsóttum stofnfundi sem haldinn var 14. september 2022 í húsnæði Eden Yoga í Reykjavík þar sem um 40 einstaklingar gerðust stofnfélagar. Félagið er stofnað sem vettvangur fyrir áhugafólk um hugvíkkandi efni til að sameina krafta sína, efla málsvarastarf og fræðast um málefnið. Tilgangur félagsins er að skapa samfélagslegan vettvang fyrir umræðu og vitundarvakningu, stuðla að framförum í rannsóknum og lagaumhverfi, og efla alþjóðlega samvinnu með því að styrkja tengsl við sambærileg félög.

Á stofnfundi voru eftirfarandi einstaklingar kjörnir í stjórn:

Sigurður Hólm Gunnarsson – Formaður
Sara María Júlíusdóttir – Varaformaður
Auður Elísabet Jóhannsdóttir – Ritari
Halldór Auðar Svansson – Gjaldkeri
Haraldur Örn Erlendsson – Meðstjórnandi
Lilja Sif Þorsteinsdóttir – Varamaður í stjórn
Natascha Elizabeth Fischer – Varamaður i stjórn
Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir – Varamaður í stjórn
Sólveig Þórarinsdóttir – Varamaður í stjórn

Hugvíkkandi lógó

Hugvíkkandi

Samtök áhugafólks um hugvíkkandi efni

Félagið er stofnað sem vettvangur fyrir áhugafólk um hugvíkkandi efni til að sameina krafta sína, efla málsvarastarf og fræðast um málefnið.

Tilgangur félagsins er að skapa samfélagslegan vettvang fyrir umræðu og vitundarvakningu, stuðla að framförum í rannsóknum og lagaumhverfi, og efla alþjóðlega samvinnu með því að styrkja tengsl við sambærileg félög.

UM STJÓRN HUGVÍKKANDI