Stjórn Hugvíkkandi

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarssson

Formaður Hugvíkkandi

Sigurður Hólm Gunnarsson hefur lokið námi í Psychedelic-Assisted Therapy Training frá Integrative Psychiatry Institute (IPI). Námið er fyrir faglært heilbrigðisstarfsfólk sem vill veita meðferð með hugvíkkandi efnum. Sigurður hefur einnig lokið MAPS MDMA Therapy Training frá MAPS (Multidisciplinary Association for Psychedelic Studies).

Sigurður er einnig iðjuþjálfi og sáttamiðlari og rekur ráðgjafastofuna Allir sáttir þar sem hann býður meðal annars upp á hugvíkkandi samtal. Í slíkum samtölum er farið yfir hvernig sé best að undirbúa sig fyrir að nota hugvíkkandi efni. Hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varst. Ef viðkomandi hefur þegar notað hugvíkkandi efni er boðið upp á samtöl um hvernig best sé að vinna úr reynslunni.

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sara María Júlíudóttir

Varaformaður

Sara María er stofnandi og eigandi Eden Yoga.

Hún er lærður jógakennari, markþjálfi, Cranio/ Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili og hefur lært Reiki-heilun og ýmsar aðrar heilunaraðferðir.

Sara er í mastersnámi og stefnir á phd í Transpersonal Psychotherapy.

Auður Elísabet Jóhannsdóttir

Auður Elísabet Jóhannsdóttir

Ritari

Auður Elísabet Jóhannsdóttir er hjúkrunarfræðingur og vinnur við stuðning og ráðgjöf fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur ásamt því að vinna á kvennadeild LSH.

Auður er í stjórn fagdeildar Krabbameinshjúkrunarfræðinga.

Hún hefur numið áfallafræði við HA, dáleiðslu, cranico-sacral, Jóga Nidra, IFS ofl.

Auður brennur fyrir því að hugvíkkandi efni og þá sérstaklega psilocybin verði tekið inn sem meðferðarúrræði við angist, kvíða og þunglyndi hjá krabbameinssjúklingum og í líknarmeðferð (e. hospice / end-of-life).

Halldór Auðar Svansson

Halldór Auðar Svansson

Gjaldkeri

Halldór Auðar Svansson er tölvunarfræðingur og varaþingmaður.

Haraldur Örn Erlendsson

Haraldur Örn Erlendsson

Meðstjórnandi

Haraldur Erlendsson er geðlæknir og starfar á stofu á höfuðborgarsvæðinu.

Frímann Freyr Kjerulf Björnsson

Varamaður í stjórn

Nánari upplýsinga koma síðar.

  Sólveig Þórarinsdóttir

  Sólveig Þórarinsdóttir

  Varamaður í stjórn

  Sólveig Þórarinsdóttir er stofnandi Sóla heilsuseturs, ráðgjafi og meðferðaraðili.

  Hún er viðskiptafræðingur BSc. HR með meistaragráðu MSc. HÍ Í stjórnun og stefnumótun fyrirtækja. Menntaður jógakennari og Reiki heilari ásamt annarri þjálfun og vottun; RYT, ISTA, 40y of Zen, Practical Shamanism og Vipassana.

  Sólveig er í Transpersonal Psychotherapy námi hjá AWE í S-Ameríku og að því loknu 2024 í Phd. í Psychedelic Studies í Ubiquity University. Hún er einnig í 5-MeO-DMT námi með áherslu á áfallaupplýsta umönnun hjá FIVE.

  Lovísa Kristín Einarsdóttir

  Varamaður í stjórn

  Nánari upplýsinga koma síðar.

   Margrét Sara Oddsdóttir

   Varamaður í stjórn

   Nánari upplýsinga koma síðar.

   Kosin á stofnfundi 14. september 2022.