Hugvíkkandi
Samtök áhugafólks um hugvíkkandi efni

Félagið er stofnað sem vettvangur fyrir áhugafólk um hugvíkkandi efni til að sameina krafta sína, efla málsvarastarf og fræðast um málefnið. Tilgangur félagsins er að skapa samfélagslegan vettvang fyrir umræðu og vitundarvakningu, stuðla að framförum í rannsóknum og lagaumhverfi, og efla alþjóðlega samvinnu með því að styrkja tengsl við sambærileg félög.

Hugvíkkandi Logo
Blóm
Stofnað 2022

Hugvíkkandi var stofnað á fjölsóttum stofnfundi sem haldinn var 14. september 2022 í húsnæði Eden Yoga í Reykjavík þar sem um 40 einstaklingar gerðust stofnfélagar.

Stofnfélagar

Stjórn Hugvíkkandi

Stjórn kosin á aðalfundi 30. nóvember 2023

Sigurður Hólm Gunnarsson – Formaður
Sara María Júlíusdóttir – Varaformaður
Auður Elísabet Jóhannsdóttir – Ritari
Halldór Auðar Svansson – Gjaldkeri
Haraldur Örn Erlendsson – Meðstjórnandi
Frímann Freyr Kjerulf Björnsson – Varamaður i stjórn
Lovísa Kristín Einarsdóttir – Varamaður í stjórn
Margrét Sara Oddsdóttir – Varamaður í stjórn
Sólveig Þórarinsdóttir – Varamaður í stjórn

 

Fólk að horfa á norðurljósin
Áhugaverðir tenglar

Johns Hopkins

Rannsóknarsetur Johns Hopkins háskólans um hugvíkkandi efni og sjálfsvitund (Center for Psychedelic and Consciousness Research).

Imperial College London

Rannsóknarsetur Imperial College London um hugvíkkandi efni (Centre for Psychedelic Research).

MAPS

Multidisciplinary Association for Psychedelic Studies (MAPS) var stofnað árið 1986 til að efla umræðu og rannsaka mögulegan lækningarmátt hugvíkkandi efna.

Fréttir og greinar
Algengar spurningar

Hver er tilgangur félagsins?

Your Subtitle Goes Here
3

Félagið er stofnað sem vettvangur fyrir áhugafólk um vitundarvíkkandi efni til að sameina krafta sína, efla málsvarastarf og fræðast um málefnið. Tilgangur félagsins er að skapa samfélagslegan vettvang fyrir umræðu og vitundarvakningu, stuðla að framförum í rannsóknum og lagaumhverfi, og efla alþjóðlega samvinnu með því að styrkja tengsl við sambærileg félög.

Hvernig skrái ég mig í félagið?

Your Subtitle Goes Here
3

Þú skráir þig í félagið með því að smella á Skráning efst á þessari síðu. Árlegt félagsgjald er 3000 krónur.

Hvar eru þið með aðsetur?

Your Subtitle Goes Here
3

Hugvíkkandi er skráð í Reykjavík en er ekki enn sem komið er með húsnæði eða skrifstofu.

Félagið er rekið með sjálfboðastarfi og einu tekjur þess koma í gegnum félagsgjöld.

Hvað eru hugvíkkandi efni?

Your Subtitle Goes Here
3

Hugvíkkandi (eða vitundarvíkkandi) efni eru náttúrleg eða manngerð efni sem valda afgerandi breytingum á skynjun notenda til skemmri tíma . Dæmi um slík efni eru sílósíbín (sem unnið er úr „ofskynjunarsveppum“), ketamín, LSD, DMT og MDMA. Öll þessi efni nema MDMA eru oft kölluð klassísk hugvíkkandi efni.

Sum þessara efna hafa verið rannsökuð töluvert í meðferðarskyni og benda rannsóknir til þess að fagleg notkun þeirra geti hjálpað m.a. fólki með þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun til lengri tíma. Undanfarin ár hafa efnin sílosíbín, MDMA, LSD og ketamin verið rannsökuð mikið. Sjá nánar tengla á helstu rannsóknir á þessari síðu.

Má nota hugvíkkandi efni hér á landi?

Your Subtitle Goes Here
3

Nei. Notkun hugvíkkandi efna er bönnuð á Íslandi. Einnig í meðferðartilgangi. Eitt af markmiðum félagsins er að hvetja til breytts lagaumhverfis þar sem notkun og fagleg meðferð með ákveðnum hugvíkkandi efnum verður heimiluð undir eðlilegum skilyrðum.

Eru hugvíkkandi efni fíkniefni?

Your Subtitle Goes Here
3

Fátt bendir til þess að hugvíkkandi efni séu ávanabindandi og því ekki lýsandi að tala um þau sem fíkniefni. Rannsóknir benda til þess að fólk sé að taka þessi efni allt frá einu sinni á ævinni upp í einu sinni til fjórum sinnum á ári í meðferðartilgangi og margir virðast hafa náð töluverðum árangri sé undirbúningur góður og öryggi tryggt.

Bjóðið þið upp á meðferð með hugvíkkandi efnum?

Your Subtitle Goes Here
3

Nei. Þar sem notkun hugvíkkandi efna er enn bönnuð á Íslandi getur félagið ekki boðið upp á slíka meðferð né mælt með henni.

Markmið félagsins er heldur ekki að bjóða upp á meðferðir heldur  að skapa samfélagslegan vettvang fyrir umræðu og vitundarvakningu, stuðla að framförum í rannsóknum og lagaumhverfi og efla alþjóðlega samvinnu með því að styrkja tengsl við sambærileg félög.

Nokkrir aðilar eru þó að bjóða upp á samtöl við einstaklinga sem hafa notað eða eru að íhuga að nota hugvíkkandi efni. Einhverjir af þeim sem veita slíka þjónustu sitja í stjórn Hugvíkkandi. Við hvetjum fólk til að leita til fagaðila og fara varlega sé það í þessum hugleiðingum.

Ég þarf tafarlausa hjálp! Getið þið aðstoðað?

Your Subtitle Goes Here
3

Ef þú þarft á bráðaaðstoð að halda eða þér líður illa bendum við á Neyðarlínuna 112 og Hjálparsíma Rauða krosssins 1717. Bæði úrræðin bjóða einnig upp á netspjall.

Mikilvægt er að hika ekki við að leita aðstoðar. 

flexile-agency-faq