Meðferð með hugvíkkandi efnum lofar góðu

1. febrúar, 2023 | Fréttir

Hugvíkkandi

Áhugaverð viðtöl við Rick Doblin og Ben Sessa

Við hjá Hugvíkkandi hvetjum alla til að horfa á upplýsandi viðtöl sem Íslandi í dag tók við Dr. Rick Doblin stofnanda MAPS (Multidisciplinary Association for Psychedelic Studies) og Dr. Ben Sessa frá Awakn Life Sciences.

Doblin bendir réttilega á að MDMA eða önnur hugvíkkandi efni eru ekki töfralyf ein og sér. Þau virðast þó afar gagnleg við kvillum eins og áfallastreitu og þunglyndi þegar þau eru notuð samhliða meðferð hjá fagaðilum sem hlotið hafa viðeigandi þjálfun. Sessa tekur undir þessi orð:

„Við höfum komist að því að MDMA reynist mjög vel hjá þeim sem glíma við áfallastreitu því það slekkur á óttaviðbrögðum fólks og auðveldar þannig samtals- og sálfræðimeðferðir, auðveldar fólki að ræða erfiða hluti. Fólk í erfiðri tilvistarkreppu sökum áfallastreitu hefur einnig ávinning af notkun psilocybins og ketamín hefur reynst vel gegn áfallastreituröskun, kvíðaröskun og þunglyndi. Ketamín vinnur gegn þunglyndi og hefur reynst vel meðfram sálfræðimeðferð.“

Líklegt er að MDMA verði löglegt meðferðarlyf í Bandaríkjunum á næsta ári (2024). Síðar á þessu ári er að vænta lokaniðurstöðum úr þriðja fasa rannsókna á efninu í meðferðarskyni. Í framhaldinu má búast við að fleiri hugvíkkandi efni verði leyfð í sama skyni enda rannsóknir á þeim langt á veg komnar.

Doblin hvetur til rannsókna á Íslandi

„Íslendingar ættu að hefja vísindalegar rannsóknir. Það er alltaf best að hefja rannóknarvinnuna til að ná til efasemdarfólksins. Opnið á vísindarannsóknirnar. Heimurinn færist í átt að þessu og þetta mun geta haft gríðarlega góð áhrif á heilsu og öryggi almennings á Íslandi.“

Sjá einnig:

Hugvíkkandi lógó

Hugvíkkandi

Samtök áhugafólks um hugvíkkandi efni

Félagið er stofnað sem vettvangur fyrir áhugafólk um hugvíkkandi efni til að sameina krafta sína, efla málsvarastarf og fræðast um málefnið.

Tilgangur félagsins er að skapa samfélagslegan vettvang fyrir umræðu og vitundarvakningu, stuðla að framförum í rannsóknum og lagaumhverfi, og efla alþjóðlega samvinnu með því að styrkja tengsl við sambærileg félög.

UM STJÓRN HUGVÍKKANDI