Einstakt námskeið um meðferð með hugvíkkandi efnum 11. og 12. mars 2024 í Reykjavík

7. mars, 2024 | Fréttir

Hugvíkkandi

Hugvíkkandi – Samtök áhugafólks um hugvíkkandi efni, standa fyrir einstöku námskeiði dagana 11. og 12.  mars um meðferð með aðstoð hugvíkkandi efna. 

Námskeiðið kallast “Hugleiðingar um meðferðir með aðstoð hugvíkkandi efna” (Thoughtful Considerations about Psychedelic Assisted Therapy) og er opið öllum sem hafa áhuga.

Kennarar námskeiðsins, Bruce Poulter og Marcela Ot’alora, hafa samanlagt yfir 45 ára reynslu af rannsóknum og meðferðum með hugvíkkandi efnum. Bruce og Marcela eru meðal virtustu kennara á þessu sviði. 

Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um rannsóknir á sviði hugvíkkandi efna, mismunandi meðferðaraðferðir, sem og áhættur og öryggisatriði er varða notkun efnanna í meðferðarskyni. Námskeiðið er öllum opið og fer það fram í  Lífsspekihúsinu við Ingólfsstræti 22. 

Hér er því um einstakt tækifæri fyrir alla sem staðsettir eru á Íslandi og hafa áhuga á að fræðast um nýjustu rannsóknir og notkun hugvíkkandi efna í meðferðartilgangi. 

Það er ekki líklegt að sambærilegt námskeið verði í boði hér á landi aftur í bráð. 

Athugið að lágmarksfjölda þátttakenda (25+) hefur verið náð og að verð mun lækka með hverri skráningu héðan af. 

Dagskrá og skráning:


Til fjölmiðla – nánari upplýsingar veitir:

Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Hugvíkkandi

Sími: 898 7585

Netfang: siggi@hugvikkandi.is


Hugvíkkandi lógó

Hugvíkkandi

Samtök áhugafólks um hugvíkkandi efni

Félagið er stofnað sem vettvangur fyrir áhugafólk um hugvíkkandi efni til að sameina krafta sína, efla málsvarastarf og fræðast um málefnið.

Tilgangur félagsins er að skapa samfélagslegan vettvang fyrir umræðu og vitundarvakningu, stuðla að framförum í rannsóknum og lagaumhverfi, og efla alþjóðlega samvinnu með því að styrkja tengsl við sambærileg félög.

UM STJÓRN HUGVÍKKANDI