Aðalfundur Hugvíkkandi – sunnudaginn 5. janúar 2025
Aðalfundur Hugvíkkandi verður haldinn 5. janúar 2025 klukkan 14:00 í húsnæði Lífspekifélagsins, Ingólfsstræti 22.
Fundardagskrá er í samræmi við lög félagsins.
Á dagskrá aðalfundar skal vera:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu ári.
- Skýrsla og tillaga stjórnar um verkefnin framundan.
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
- Skráning nýrra félaga. Aðalfundi er heimilt að takmarka fjölda nýrra félagsmanna og setja reglur um ábyrgð og skyldur þeirra.
- Lagabreytingar.
- Stjórnarkjör til tveggja ára í senn. Kjósa skal nýja stjórnarmenn ef sitjandi stjórnarmenn biðjast lausnar frá stjórnarstörfum áður en kjörtímabili þeirra lýkur.
- Kjör eins skoðunarmanns reikninga félagsins.
- Ákvörðun um félagsgjöld.
- Önnur mál.