Aðalfundur 2025

16. desember, 2024 | Fréttir

Hugvíkkandi

Aðalfundur Hugvíkkandi – sunnudaginn 5. janúar 2025

Aðalfundur Hugvíkkandi verður haldinn 5. janúar 2025 klukkan 14:00 í húsnæði Lífspekifélagsins, Ingólfsstræti 22.

Fundardagskrá er í samræmi við lög félagsins.

Á dagskrá aðalfundar skal vera:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu ári.
  3. Skýrsla og tillaga stjórnar um verkefnin framundan.
  4. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
  5. Skráning nýrra félaga. Aðalfundi er heimilt að takmarka fjölda nýrra félagsmanna og setja reglur um ábyrgð og skyldur þeirra.
  6. Lagabreytingar.
  7. Stjórnarkjör til tveggja ára í senn. Kjósa skal nýja stjórnarmenn ef sitjandi stjórnarmenn biðjast lausnar frá stjórnarstörfum áður en kjörtímabili þeirra lýkur.
  8. Kjör eins skoðunarmanns reikninga félagsins.
  9. Ákvörðun um félagsgjöld.
  10. Önnur mál.
Hugvíkkandi lógó

Hugvíkkandi

Samtök áhugafólks um hugvíkkandi efni

Félagið er stofnað sem vettvangur fyrir áhugafólk um hugvíkkandi efni til að sameina krafta sína, efla málsvarastarf og fræðast um málefnið.

Tilgangur félagsins er að skapa samfélagslegan vettvang fyrir umræðu og vitundarvakningu, stuðla að framförum í rannsóknum og lagaumhverfi, og efla alþjóðlega samvinnu með því að styrkja tengsl við sambærileg félög.

UM STJÓRN HUGVÍKKANDI