Aðalfundur Hugvíkkandi – fimmtudaginn 30. nóvember 2023
Fundurinn hefst kl. 21:00 stundvíslega og verður haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.
>>>Smellið hér til að tengjast fundinum.
Fundardagskrá er í samræmi við lög félagsins.
Vakin er athygli á því að stjórn félagsins er kosin til tveggja ára í senn (sjá 3. grein í lögum Hugvíkkandi) og því kemur líklega ekki til stjórnarkjörs.
Úr lögum Hugvíkkandi:
Aðalfund skal halda fyrir lok nóvembermánaðar ár hvert. Heimilt er að halda aðalfund á netinu.
Á dagskrá aðalfundar skal vera:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu ári.
- Skýrsla og tillaga stjórnar um verkefnin framundan.
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
- Skráning nýrra félaga. Aðalfundi er heimilt að takmarka fjölda nýrra félagsmanna og setja reglur um ábyrgð og skyldur þeirra.
- Lagabreytingar.
- Stjórnarkjör til tveggja ára í senn. Kjósa skal nýja stjórnarmenn ef sitjandi stjórnarmenn biðjast lausnar frá stjórnarstörfum áður en kjörtímabili þeirra lýkur.
- Kjör eins skoðunarmanns reikninga félagsins.
- Ákvörðun um félagsgjöld.
- Önnur mál.
Seinast uppfært 28. nóvember 2023